- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Bjarki, Aron, Elín, Andersson

Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk fyrir Veszprém í gær. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -
  • Bjarki Már Elísson skoraði átta mörk, þar af þrjú úr vítaköstum, þegar One Veszprém vann NEKA, 38:29, í 20. umferð ungversku 1. deildarinnar í handknattleik í gær. Leikið var í Siófok, heimavelli NEKA. Veszprém hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og var með 10 marka forskot að honum loknum, 22:12. 
  • Aron Pálmarsson lék ekki með One Veszprém í leiknum í Siófok í gær. Hann er ennþá frá keppni vegna meiðsla. One Veszprém er efst í ungversku 1. deildinni með 38 stig að 20 leikjum loknum. 
  • One Veszprém situr yfir í fyrstu umferð Meistaradeildar karla sem fram fer í kvöld og annað kvöld. Liðið vann sinn riðil í keppninni og öðlaðist þar með sæti í átta liða úrslitum sem tekur við að útsláttarkeppninni lokinni. 
  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir var í marki Aarhus United síðustu mínútur leiks liðsins við Horsens í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Hún varði 4 skot, 57%. Elín Jóna náði ekki að koma í veg fyrir eins marks tap, 24:23. Anna Berger Wierzba liðsfélagi Elínar Jónu átti stangarskot á síðustu sekúndu og var þar með nærri að jafna metin.
  • Aarhus United er í þriðja neðsta sæti deildarinnar með 12 stig þegar liðið á tvo leiki eftir. EH Aalborg og Skanderborg Håndbold eru í tveimur neðstu sætunum. Bæði lið eiga leiki inni á Árósarliðið.
  • Eftir 26 ár sem leikmaður í meistaraflokki ætlar sænski handknattleiksmaðurinn Kim Andersson að leggja keppnisskóna á hilluna í sumar. Andersson, sem er 42 ára gamall, lék lengi í Þýskalandi og síðar í Danmörku. M.a. var hann þrisvar í sigurliði THW Kiel í Meistaradeildar Evrópu
  • Síðasta áratuginn hefur Andersson leikið með uppeldisfélagi sínu, Ystads IF sem varð deildarmeistari á dögunum. Andersson tekur við sem aðstoðarþjálfari Ystads í sumar og starfar þar með við hlið á annarri örvhentri sænskri skyttu, Oscar Carlén, sem þjálfað hefur Ystads-liðið síðustu ár. Einnig verður Andersson yfirþjálfari yngri flokka félagsins.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -