- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Petrus, Pascual, Pastor, Pytlick

Brasilíumaðurinn Thiagus Petrus flytur til Vespzprém í sumar. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Brasilíski handknattleiksmaðurinn Thiagus Petrus hefur samið við ungverska meistaraliðið One Veszprém til eins árs frá og með 1. júlí. Petrus er langt kominn með sjöunda árið sitt með Barcelona þar sem er hann helsti varnarmaður Evrópumeistaranna.
  • Félagaskiptin hafa verið í umræðunni síðan í febrúar. Petrus verður þar með einn fyrrverandi leikmaður Barcelona sem fyrrverandi þjálfari liðsins Xavier Pascual  fær til ungverska liðsins á undanförnu ári. 
  • Xavier Pascual er orðaður við þjálfarastól egypska landsliðsins um þessar mundir. RT Handball segir orðróm vera uppi um að Pascual taka við af landa sínum Juan Carlos Pastor.
  • Pastor hefur þjálfað egypska landsliðið í tvö ár eða allt síðan hann hætti þjálfun ungverska liðsins SC Pick Szeged eftir meira en áratug hjá liðinu. Ekkert hefur heyrst frá egypska handknattleikssambandinu vegna orðrómsins og á meðan er Pastor a.m.k. ennþá þjálfari egypska karlalandsliðsins.
  • Xavier Pascual var þjálfari rúmenska karlalandsliðsis frá 2021 til 2024 samhliða þjálfun Dinamo Búkarest
  • Danski landsliðsmaðurinn Simon Pytlick hefur skrifað undir nýjan samning við Flensburg. Samningurinn gildir til ársins 2030. Pytlick kom til félagsins 2023 frá GOG í heimalandinu.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -