- Auglýsing -
Fréttatilkynning frá handknattleiksdeild ÍR
Við leitum eftir sjálfstæðum og öflugum einstaklingi til þess að leiða fjölbreytt verkefni deildarinnar í samstarfi við stjórn. Um er að ræða hlutastarf og kjörið tækifæri til þess að sækja sér víðtækrar og góðrar reynslu.
- Helstu verkefni eru:
- Samningamál við leikmenn og þjálfara.
- Skipulag fjáraflana.
- Yfirumsjón yfir styrktaraðilum, gerð og sala auglýsinga auk styrktarsamninga.
- Umsjón með meistaraflokkum félagsins og allt sem við kemur því.
- Samskipti við HSÍ, aðildarfélög sem og aðra hagsmunaaðila.
- Önnur tilfallandi verkefni sem framkvæmdastjóra er unnt að vinna.
Hæfniskröfur eru m.a. :
- Sterkir skipulagshæfileikar.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Þjónustulund og sveigjanleiki.
- Menntun sem nýtist í starfi (kostur en ekki skilyrði).
Við hvetjum alla sem hafa áhuga til þess að sækja um starfið. Umsóknarfrestur er til og með 15. maí 2025 og skulu umsóknir berast á netfangið [email protected].
Nánari upplýsingar veitir Kristinn Jóhannsson, formaður handknattleiksdeildar ÍR, í gegnum e-mail [email protected]
Allar umsóknir eru meðhöndlaðar með trúnaði.
- Auglýsing -