Guðmundur Þórður Guðmundsson og liðsmenn hans í Fredericia HK hófu úrslitakeppnin í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í kvöld með stórsigri á Bjerringbro/Silkeborg, 36:25, þegar liðin mættust í Silkiborg. Einar Þorsteinn Ólafson skoraði tvö mörk fyrir Fredericia HK var einu sinni vikið af leikvelli.
Þetta var stærsta tap Bjerringbro/Silkeborg á heimavelli í 21 ár.
Guðmundur Bragi Ástþórsson skoraði fimm mörk fyrir Bjerringbro/Silkeborg, þar af fjögur úr vítaköstum. Einnig gaf hann tvær stoðsendingar.
Fredericia HK var með sex marka forskot í hálfleik, 17:11. Liðið var með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi til enda að viðstöddum 1.745 áhorfendum í Jysk Arena.
Næsti leikur Fredericia HK verður á heimavelli við TTH Holstebro á sunnudaginn eftir viku.
Sjá einnig: Níu marka leikur hjá Donna – jafntefli á heimavelli
Staðan í riðlakeppni úrslitakeppninnar: