- Auglýsing -
- Austurríski landsliðsmarkvörðurinn Constantin Möstl hefur skrifað undir þriggja ára samning við Lemgo. Hann kom til félagsins síðasta sumar frá Alpla Hard og skrifaði undir tveggja ára samning. Möstl hefur staðið sig frábærlega á leiktíðinni og unnið hug og hjörtu stuðningsmanna Lemgo. Þess vegna vilja forráðamenn Lemgo ekki hika við gera nýjan samning við kappann þótt enn sé rúmt ár eftir af fyrri samningi.
- Andrii Akimenko landsliðsmaður Úkraínu hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna ódrengilegrar hegðunar í viðureign Úkraínu og Kósovó í undankeppni EM sem fram fór í Klaipeda í Litáen 16. mars. Hann verður þar með ekki gjaldgengur með úkraínska landsliðinu í tveimur síðustu leikjum þess gegn Hollendingum og Færeyingum 8.og 11.maí.
- Kvennalið Borussia Dortmund hefur verið sektað um 10.000 evrur af Handknattleikssambands Evrópu, EHF, vegna þess að í keppnishöll félagsins voru auglýsingar, á leik Dortmund og Sola í vetur, frá fyrirtækjum sem ekki mega sjást í kappleikjum á vegum EHF.
- Einnig var franska liðið Brest sektað um 8.000 evrur sökum þess að það vantaði auglýsingaborða frá fyrirtækjum með samning við EHF þegar Brest mætti HC Podravka Vegeta í Meistaradeild kvenna í lok mars.
- Svissneska liðið HC Kriens-Luzern sendi ekki EHF myndir frá fjórum heimaleikjum liðsins í Evrópubikarkeppni karla í handknattleik í vetur og hefur fengið 2.000 evru sekt fyrir vikið.
- HC Ludwigsburg hefur einnig verið sektað um 5.000 evrur fyrir að slá slöku við að verið með fjölmiðlafundi fyrir og eftir nokkra leiki liðsins í Meistaradeild kvenna í vetur.
- Auglýsing -