- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Dagur, Þorsteinn, Anton, Jónas, Hlynur

Dagur Gautason leikmaður Montpellier. Ljósmynd/Montpellier handball
- Auglýsing -
  • Dagur Gautason og liðsfélagar í Montpellier standa vel að vígi eftir eins marks sigur á FC Porto, 30:29, í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik karla í gærkvöld. Leikið var í Porto. Síðari viðureignin fer fram í Montpellier eftir viku. Samanlagður sigurvegari leikjanna tveggja öðlast sæti í undanúrslitum keppninnar.
  • Dagur skoraði ekki mark fyrir Montpellier í leiknum í Porto. Þorsteinn Leó Gunnarsson var heldur ekki á meðal þeirra sem skoraði fyrir Porto.
  • Franska liðið Limoges og þýska liðið THW Kiel skildu jöfn í Frakklandi í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöld, 26:26. Liðin eigast við á ný í Kiel næsta þriðjudag.
  • Um aðra leiki átta liða úrslita Evrópudeildar karla var fjallað um hér.
  • Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson dæma viðureign Pick Szeged og Evrópumeistara Barcelona í fyrri umferð átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu sem fram fer í Szeged í Ungverjalandi annað kvöld, fimmtudag.
  • Anton og Jónas dæmdu einnig viðureign Aftureldingar og Vals Varmá í gærkvöld í annarri umferð undanúrslita úrslitakeppni Olísdeildar karla.
  • Hlynur Leifsson verður eftirlitsmaður á síðari undanúrslitaleik norska liðsins Runar Sandefjord og HC Alkaloid í undanúrslitum Evrópubikarkeppni karla í handknattleik sem fram fer í Sandefjord á sunnudaginn. HC Alkaloid vann fyrri viðureignina sem háð var í Skopje í Norður Makedóníu síðasta sunnudag, 42:37.
  • Samanlagður sigurvegari viðureignar HC Alkaloid og Runar Sandefjord leikur annað hvort við AEK Aþenu eða HC Izvidac í úrslitum Evrópubikarkeppni karla. AEK vann heimaleik sinn síðasta laugardag, 37:28. Síðari leikurinn fer fram á heimavelli HC Izvidac í Ljubuski í Bosníu á laugardag.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -