- Auglýsing -
- Arnór Þór Gunnarsson stýrði sínum mönnum í Bergischer HC til sigurs gegn Balingen-Weilstetten, 33:32, á heimavelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Bergischer HC hefur þar með níu stiga forskot í efsta sæti deildarinnar þegar liðið á sex viðureignir eftir. GWD Minden og Hüttenberg eru næst á eftir með 37 stig hvort.
- Arnór Viðarsson skoraði ekki fyrir Bergischer HC í leiknum í gær og Tjörvi Týr Gíslason var fjarri góðu gamni.
- Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark fyrir Balingen-Weilstetten og var tvisvar vikið af leikvelli. Balingen-menn halda áfram í vonina um að ná öðru sæti deildarinnar áður en deildarkeppninni verður lokið og endurheimta sæti í efstu deild.
- Elvar Ásgeirsson náði sér ekki á strik í gær þegar lið hans, Ribe-Esbjerg, tapaði á útivelli fyrir SønderjyskE, 26:24, í annarri umferð umspils liðanna sem höfnuðu í sætum níu til þrettán í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Elvar skoraði tvö mörk í sjö skotum og gaf tvær stoðsendingar.
- Ágúst Elí Björgvinsson varði 4 skot, þar af eitt vítakast, 21%, í marki Ribe-Esbjerg sem unnið hefur einn leik en tapað öðrum til þessa í umspilinu.
- Kadetten Schaffhausen, liðið sem Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með, þarf aðeins einn vinning til viðbótar í rimmu sinni við HSC Suhr Aarau til þess að koma enn eitt árið úrslit um svissneska meistaratitilinn. Kadetten vann HSC Suhr Aarau, 27:26, í Aarau í gær.
- Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði átta mörk, fjögur úr vítaköstum, fyrir Kadetten og var markahæstur. Þriðji leikurinn fer fram í Schaffhausen á laugardaginn.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -