Enn og aftur verða Rúnar Sigtryggsson og liðsmenn hans í Leipzig að sætta sig við naumt tap í leik í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Í kvöld tapaði Leipzig, 35:34, fyrir Rhein-Neckar Löwen í heimsókn til Mannheim. Löwen var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 18:16. Luca Witzke minnkaði síðan muninn þegar þegar hálf önnur mínúta var eftir, 35:34. Eftir það tókst hvorugu liðinu að skora.
Andri Már fór á kostum
Andri Már Rúnarsson átti stórleik fyrir Leipzig að þessu sinni. Hann skoraði 9 mörk og gaf þrjár stoðsendingar. Hann var markahæstur. Luca Witzke var næstur með átta mörk og Franz Semper skoraði sjö sinnum.
Jon Lindenchrone Andersen skoraði níu mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen. Juri Knorr var næstur með sjö mörk.
Leipzig er í 14. sæti af 18 liðum deildarinnar með 17 stig og á sjö leiki eftir. Liðin fyrir neðan eiga flest níu leiki eftir.
Staðan í þýsku 1. deildinni: