- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Arnar Freyr lék með Melsungen á nýjan leik

Arnar Freyr Arnarsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður þýska liðsins MT Melsungen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Arnar Freyr Arnarsson lék á ný með MT Melsungen í kvöld eftir langvarandi meiðsli þegar liðið vann Bidasoa með 10 marka mun í Irún á Spáni, 32:22, og tryggði sér um leið öruggt sæti í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í handknattleik. Samanlagt vann Melsungen með 11 marka mun í tveimur leikjum.


Arnar Freyr sem tognaði illa á lærvöðva skömmu fyrir heimsmeistaramóti í janúar hefur úr leik síðan ef undan er skilinn einn leikur í byrjun mars. Hann mætti sprækur til leiks í kvöld og skoraði m.a. þrjú mörk og stóð vaktina í vörninni. Elvar Örn Jónsson var einnig í stóru hlutverki hjá Melsungen og skoraði fjögur mörk auk þess að láta til sín taka í vörninni að vanda.

Dagur sló út Þorstein

Montpellier, sem Dagur Gautason leikur með, komst einnig í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Montpellier lagði Þorstein Leó Gunnarsson og liðsfélaga í Porto í Frakklandi í kvöld, 35:32, og samanlagt með fjögurra marka mun.

Þorsteinn Leó skoraði fjögur mörk fyrir Porto. Dagur var ekki á meðal þeirra sem skoraði fyrir Montpellier.

Þrjú þýsk lið í undanúrslitum

Auk þess komust Flensburg og THW Kiel í undanúrslit. Flensburg lagði GOG frá Danmörku öðru sinni og THW Kiel sló út franska liðið Limoges.

Þar af leiðandi verða þrjú þýsk lið og eitt fransk sem taka þátt í úrslitahelgi Evrópudeildarinnar 24. og 25. maí.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -