- Auglýsing -
Markvörðurinn þrautreyndi, Ólafur Rafn Gíslason, hefur framlengt samning sinn við Olísdeildarlið ÍR til næstu tveggja ára.
Ólafur Rafn gekk til liðs ÍR árið fyrir fimm árum frá Stjörnunni. Í tilkynningu frá ÍR segir að Ólafur hafi verið algjör lykilmaður í meistaraflokki karla frá fyrsta degi. Í dag er hann einn af reynsluboltum liðsins í ungum og efnilegum leikmannahópi.
ÍR-ingar komu upp í Olísdeildina fyrir ári eftir skamma dvöl í Grill 66-deildinni. Þeir héldu sér upp í vor og mæta reynslunni til ríkari til leiks í byrjun september þegar flautað verður til leiks.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -