- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Stórsigur hjá Íslendingum í oddaleiknum

Sigvaldi Björn Guðjónsson fyrirliði Kolstad. Ljósmynd/Roy Martin Johnsen
- Auglýsing -


Norska meistaraliðið Kolstad vann stórsigur á Nærbø í oddaleik liðanna í undanúrslitum norsku úrvalsdeildarinnar í dag, 42:26. Kolstad mætir þar með Elverum í úrslitum og verður fyrsti leikur liðanna sunnudaginn 18. maí á heimavelli Elverum.

Nærbø-liðið, sem vann fyrstu viðureign liðanna sem fram fór Þrándheimi, átti aldrei möguleika í leiknum í kvöld. Kolstad yfirspilaði Nærbø, ekki síst í fyrri hálfleik. Þegar hann var að baki var forskot Kolstad 11 mörk, 21:10.

Níu íslensk mörk

Sigvaldi Björn Guðjónsson var markahæstur Íslendinganna fjögurra hjá Kolstad með fjögur mörk. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði þrjú mörk. Bróðir hans, Arnór Snær, skoraði eitt mark eins og Sveinn Jóhannsson. Simon Jeppsson var markahæstur hjá Kolstad með níu mörk.

Benedikt Gunnar átti fimm stoðsendingar og Arnór Snær eina.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -