- Auglýsing -
Línumaðurinn Elvar Elí Hallgrímsson hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Selfoss til ársins 2027.
Elvar Elí, sem er 22 ára, var lykilmaður í ungu og efnilegu liði Selfoss í vetur sem tryggði sér sæti í Olísdeild karla nú á dögunum með sigri á Gróttu í umspili.
„Þetta eru frábærar fréttir enda spennandi tímabil framundan hjá meistaraflokki karla næsta vetur,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Selfoss.
- Auglýsing -