- Auglýsing -
Markvörðurinn Pavel Miskevich kveður ÍBV eftir tveggja og hálfs ár veru og gengur til liðs við ísraelska liðið Holon Yuvalim HC fyrir næsta tímabil. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ÍBV í morgun.
Miskevich, sem er 28 ára gamall Hvít-Rússi, kom til ÍBV í upphafi árs 2023 frá spænska liðinu San Jose Lanzarote. Síðan hefur Miskevich myndað öflugt markvarðateymi með Petar Jokanovic og varð m.a. Íslandsmeistari vorið 2023 eftir æsispennandi leiki við Hauka í úrslitum.
Miskevich var með tæplega 27% hlutfallsmarkvörslu í Olísdeildinni í vetur sem leið.
- Auglýsing -