- Auglýsing -

Ómar Ingi verður hjá Magdeburg til 2028

- Auglýsing -


Ómar Ingi Magnússon landsliðsmaður í handknattleik hefur framlengt samning sinn við þýska meistaraliðið til næstu þriggja ára, fram til ársins 2028. Að þeim tíma liðnum verður Ómar Ingi búinn að vera átta ár hjá Magdeburg en hann kom til félagsins að lokinni tveggja ára veru hjá danska meistaraliðinu Aalborg Håndbold sumarið 2020.


Ómar Ingi hefur verið allra besti leikmaður þýsku 1. deildarinnar undanfarin ár og orðið markakóngur deildarinnar og einng verið valinn besti leikmaður deildarinnar.

Með Magdeburg hefur Ómar Ingi unnið þýska meistaratitilinn tvisvar, einu sinni bikarkeppnina, Meistaradeild Evrópu 2023 og Evrópudeildina 2021. Einnig hefur Ómar Ingi skoraði á annað þúsund mörk í þýsku 1. deildinni og átt nokkur hundruð stoðsendinga.


Magdeburg er nú í harðri keppni um að vinna meistaratitilinn í Þýskalandi þriðja árið í röð auk þess að hafa náð sæti í úrslitahelgi Meistaradeildar Evrópu með ævintýralegum sigri á One Veszprém í átta liða úrslitum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -