- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Kolstad í meistaradeildina – Berge veiktist

Bræðurnir Benedikt Gunnar t.v. og Arnór Snær Óskarssyni t.h. leika með Kolstad. Ljósmynd/Kolstad
- Auglýsing -


Kolstad vann í kvöld úrslitakeppnina í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik og tryggði sér um leið keppnisrétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Sú upphefð fylgir sigrinum í úrslitakeppninni. Kolstad vann Elverum öðru sinni í úrslitum, 31:28, á heimavelli eftir sex marka sigur, 31:25, í Elverum á sunnudaginn. Elverum var besta liðið í deildarkeppninni og varð norskur meistari í fyrsta sinn í þrjú ár.

Berge veiktist

Lítið varð úr sigurfögnuði meðal leikmanna og stuðningsmanna Kolstad vegna þess að Christian Berge þjálfari Kolstad fékk aðsvif í síðari hálfleik. Gert varð hlé á leiknum meðan hugað var að Berge og hann fluttur til rannsóknar á sjúkrahús. Eftir því sem næst verður komist er ekki um alvarlega veikindi að ræða en Berge verður undir eftirliti á sjúkrahúsi.

Elverum var marki yfir að loknum fyrri hálfleik í Þrándheimi í kvöld, 16:15. Síðari hálfleikur var jafn framan af. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka komst Kolstad yfir, 25:24. Eftir það voru leikmenn Elverum skrefinu á eftir og máttu bíta í það súra epli að tapa leiknum.

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði þrjú mörk fyrir Kolstad, þar af tvö úr vítaköstum. Sveinn Jóhannesson skoraði tvö mörk í síðasta leik sínum fyrir Kolstad. Hann flytur til Frakklands í sumar. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði einu sinni en Arnór Snær, bróðir Benedikts, skoraði ekki að þessu sinni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -