- Auglýsing -
Elfa Björg Óskarsdóttir og Auður Katrín Jónasdóttir leikmenn HK hafa skrifað undir áframhaldandi samninga við Kópavogsliðið sem leikur í Grill 66-deild kvenna á næstu leiktíð.
Auður Katrín hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HK. Auður er fædd árið 2004, uppalin í HK og spilar á línunni en getur einnig leyst hornastöðurnar. Hún lék 17 leiki á síðustu leiktíð.


Elfa Björg hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við HK. Elfa sem er fædd árið 2004 er skytta og uppalin í HK. Elfa lék upp allra yngri flokka félagsins og tók þátt í 15 leikjum á síðasta tímabili með meistaraflokki.
- Auglýsing -