- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

U19: Fimm vítaköst fóru í súginn í tveggja marka tapi

Heimir Ríkarðsson og lærisveinar hans á EM U19 ára í Króatíu.. Mynd/EHF Kolektiffimages
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, tapaði fyrir Svíum með tveggja marka mun, 29:27, í fyrsta leiknum í milliriðlakeppni Evrópumótsins í Varazdin í Króatíu í dag. Þar með er vonin um sæti í undanúrslitum mótsins úr sögunni. Næsti leikur íslensku piltanna í mótinu verður á móti Spánverjum klukkan 18.30 á morgun.

Ísak Gústafsson skoraði fimm mörk í dag en fór meiddur af leikvelli þegar á síðari hálfleikinn var nokkuð liðið. Mynd/EHF Kolektiffimages


Svíar voru tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. 14:12.
Svíar voru með yfirhöndina í leiknum nær því án undantekningar frá upphafi til enda. Varnarleikur íslenska liðsins gekk vel allan leikinn en því miður þá varð sóknarnýtingin liðinu að falli. Þrjú vítaköst fóru í súginn í fyrri hálfleik og tvö í þeim síðari. Einnig nokkuð af opnum færum og hraðaupphlaup því liðið lék afar vel og skapaði sér fjöldan færa. Því miður gekk illa að nýta þau. Það var ástæðan fyrir tapinu. Alexander Linden, markvörður Svía, reyndist þeirra besti maður.


Þrátt fyrir mótbyr þá tókst íslenska liðinu að komast yfir, 23:22, sjö mínútum fyrir leikslok og átti þess kost í framhaldinu að ná tveggja marka forskoti. Því miður varð íslensku piltunum ekki kápan úr því klæðinu. Svíar náðu þriggja marka forskoti undir lokin og tókst að halda sjó.

Guðmundur Bragi Ástþórsson, maður leiksins í íslenska liðinu gegn Svíum í dag. Mynd/HSÍ

Guðmundur Bragi Ástþórsson var valinn besti leikmaður íslenska liðsins af mótshöldurum.


Mörk Íslands: Guðmundur Bragi Ástþórsson 9, Ísak Gústafsson 5, Þorsteinn Leó Gunnarsson 3, Simon Michael Guðjónsson 2, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Arnór Ísak Haddsson 2, Andri Már Rúnarsson 2, Kristófer Máni Jónasson 1, Arnór Viðarsson 1.

Adam Thorstensen varði sjö skot í markinu, þar af eitt vítakast. Brynjar Vignir Sigurjónsson varði tvö skot, þar af eitt vítakast.


Svíar hafa þar með þrjú stig í milliriðlinum, Ísland ekkert, Slóvenar tvö stig og Spánverjar eitt. Tvær síðarnefndu þjóðirnar leiða saman hesta sína á eftir.

Fylgst var með leiknum í textauppfærslu á handbolti.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -