- Auglýsing -
Á dögunum skrifuðu tveir ungir Þórsarar undir nýja samninga við handknattleiksdeild félagsins. Annar er Þormar Sigurðsson sem er vinstri hornamaður sem er fæddur 2006.
Hinn er Arnviður Bragi Pálmason sem er vinstri skytta ásamt því að vera öflugur varnarmaður en hann er fæddur 2005.
Þórsarar endurheimtu sæti í Olísdeild karla í vor eftir fjögurra ára veru í Grill 66-deildinni.
Þór samdi í vor við norska þjálfarann Daniel Birkelund um að stýra liði félagsins í Olísdeildinni.
Karlar – helstu félagaskipti 2025
Þjálfarar – helstu breytingar 2025
- Auglýsing -