Sif Hallgrímsdóttir, markvörður, hefur ákveðið að ganga til liðs við Olísdeildarlið ÍR eftir því sem handbolti.is kemst næst. Sif hefur undanfarin þrjú ár ár verið annar tveggja markvarða KA/Þórs. Hún var einnig í samtali við Fram en ekkert varð meira úr þeim þreifingum.
Auk þess að leika með KA/Þór hefur Sif átt sæti í yngri landsliðum Íslands, m.a. á EM 17 ára landsliða fyrir tveimur árum. Áður en Sif flutti norður til KA/Þórs var hún hjá Haukum.
Ingunn María Brynjarsdóttir markvörður ÍR á síðustu leiktíð stefnir á nám í Danmörku fram að áramótum en eftir því sem næst verður komist stefnir í að Ingunn og Sif verði markvarðarpar ÍR-liðsins eftir áramótin þegar Ingunn mætir til leiks aftur.
Konur – helstu félagaskipti 2025