- Auglýsing -

Dagur Árni bestur á Opna EM – Jens og Bessi í úrvalsliðinu

- Auglýsing -


Dagur Árni Heimisson fyrirliði 19 ára landsliðsins í handknattleik karla var valinn mikilvægasti leikmaður Opna Evrópumótsins í handknattleik í mótslok í kvöld.

Auk Dags Árna voru tveir leikmenn úr íslenska liðinu í úrvalsliði mótsins, Jens Sigurðarson markvörður og Bessi Teitsson vinstri hornamaður.


Íslenska landsliðið var í öðru sæti á Opna EM eftir naumt tap fyrir Spáni í úrslitaleik í kvöld, 31:30.

Töpuðu úrslitaleiknum með minnsta mun

Eftir mótið var úrvalsliðið tilkynnt.

Sigurjón Bragi Atlason, markvörður með verðlaunin sem íslenska liðið fékk fyrir 2. sæti á Opna EM, Roland Eradze þjálfari markvarða hjá HSÍ og Jens Sigurðarson sem er í úrvalsliði mótsins. Ljósmynd/MKJ
Dagur Árni Heimisson, mikilvægasti leikmaður Opna Evrópumótsins. Ljósmynd/MKJ
Bessi Teitsson, besti hornamaður Opna Evrópumótsins. Ljósmynd/MKJ
Jens Sigurðarson, besti markvörður Opna Evrópumótsins. Hann var einnig valinn besti markvörður Sparkassen Cupmótsins sem landsliðið tók þátt í undir lok síðasta árs. Ljósmynd/MKJ
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -