Rakel Dórothea Ágústsdóttir hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild Stjörnunnar.
Rakel kom til Stjörnunnar frá HK fyrir tveimur árum og hefur stimplað sig vel inn, bæði sem leikmaður og sem félagi. Rakel, sem er 19 ára, er mikilvægur póstur í leikmannahópi Stjörnunnar, enda öflugur leikmaður og sannur liðsfélagi með stórt Stjörnuhjarta,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar í dag.
„Ánægjulegt að Rakel hafi framlengt samning. Hún var mikið frá vegna meiðsla á síðasta tímabilu en með dugnaði og mikilli vinnusemi er hún að ná fyrri styrk. Öflug skytta sem á framtíðina fyrir sér í handboltanum,“ segir Patrekur Jóhannesson, þjálfari meistaraflokks Stjörnunnar en við hlið hans starfar Hanna Guðrún Stefánsdóttir.