- Auglýsing -

Molakaffi: Karabatic, Tomovski, Lunde, Arenhart, Vyakhireva

- Auglýsing -
  • Franski handknattleiksmaðurinn Nikola Karabatic segist njóta lífsins eftir að hann lagði keppnisskóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í fyrra. Hann hafði þá verið atvinnumaður í handknattleik í 24 ár. Karabatic er að margra mati besti handknattleiksmaður sögunnar. 
  • Í samtali við þýska fjölmiðla segir Karabatic að hann lifi nú bestu daga lífs síns án þess að vera vera aumur og verkjaður. Fjölskyldan eigi allan hans tíma. „Það var til dæmis stórkostlegt að fara í skíðaferð með fjölskyldunni í janúar á þessu ári í stað þess að taka þátt í stórmóti.“
  • Martin Tomovski landsliðsmarkvörður Norður Makedóníu hefur fært sig á milli liðanna sem féllu úr þýsku 1. deildinni. Tomovski samdi í gær við Bietigheim. Hann lék með Potsdam á síðasta keppnistímabili. Tomovski samdi til tveggja ára við Bietigheim. 
  • Þrjár af þekktustu handknattleikskonum síðari ára, Katrine Lunde, Barbara Arenhart og Anna Vyakhireva hafa tekið að sér að heimsækja Evrópumót kvenna, 17 og 19 ára, sem fram fara í sumar. Þær verður ameð námskeið og fyrirlestra fyrir leikmenn sem taka þátt í mótinu. 
  • Námskeiðin kallast Respect Your Talent upp á ensku og fara fram fyrri hluta eins af frídögum leikmanna frá kappleikjum. Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur staðið fyrir námskeiðunum í tengslum við Evrópumót yngri landsliða frá 2019. Ólafur Stefánsson hefur verið einn þeirra sem sótt hefur yngri mót karla á síðustu árum á vegum EHF. Hafa námskeiðin þótt takast vel. 
  • Franska handknattleiksliðið Nancy, sem Elvar Ásgeirsson lék með um tíma fyrir nokkrum árum, á í miklum fjárhagserfiðleikum um þessar mundir. Óvíst er hvort lið félagsins fær keppnisleyfi í næst efstu deild franska handknattleiksins. Stjórnendur félagsins leita allra leiða þessa dagana til að bjarga því fyrir horn.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -