- Auglýsing -

Baráttusigur á Litáen – úrslitaleikur á laugardag

- Auglýsing -


Íslenska landsliðið í handknattleik, skipað leikmönnum 19 ára og yngri, vann baráttusigur á Litaén, 31:27, í annarri umferð B-riðils Evrópumóts kvenna í Bemax Arena í Podgorica í Svartfjallalandi í dag. Með sigrinum á íslenska liðið áfram von um sæti í keppni 12 efstu liða mótsins. Til þess þarf að vinna landslið Svartfjallalands í síðustu umferð riðlakeppninnar á laugardaginn. Sá leikur hefst klukkan 15.


Eftir afar erfiðar fyrstu 20 mínútur í leiknum í dag þar sem hvorki gekk né rak ráku stúlkurnar af sér slyðruorðið. Að loknu öðru leikhléi þjálfaranna sneru þær leiknum sér í hag. Staðan breyttist úr 6:9, Litáen í hag í 14:10, Íslandi í vil.

Staðan í hálfleik var 14:11. Varnarleikurinn var góður þegar kom fram í síðari hálfleik. Íslenska liðið náði fljótlega mjög góðum tökum á leiknum og fimm til sex marka forskoti, 22:17, 24:18, 26:19. Liðlega fimm mínútum fyrir leikslok var átta marka munur, 31:23. Síðustu mínúturnar voru slakar og gott forskot minnkaði talsvert. Markamunur getur skipt máli þegar upp verður staðið, t.d. ef leikurinn við Svartfellinga á laugardaginn lýkur með jafntefli. Svarfjallaland vann Litáen með fimm marka mun.

Varnarleikurinn var afar góður, ekki síst í síðari hálfleik þegar lið Litáen málaði sig út í horn hvað eftir annað. Vörnin skilaði fjölda marka eftir hraðaupphlaup og seinni bylgju.

Góð tvö stig – erum sátt með sigurinn


Mörk Íslands: Ásthildur Þórhallsdóttir 6, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 6, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 5, Guðrún Hekla Traustadóttir 4, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 3, Ásrún Inga Arnarsdóttir 3, Arna Karítas Eiríksdóttir 2, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1, Ágúst Rún Jónasdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 6, 27,2% – Elísabet Millý Elíasardóttir 2, 15,3%.

Mörk Litáen: Gabija Pilikauskaite 12, Agne Gudlinkyte 5, Amelija Selivoncikaite 3, Kamile Butkute 2, Greta Vainoryte 1, Gabija Nievaite 1, Alteja Ustilaite 1, Ginte Jurkeviciute 1, Kamile Juozaityte 1.
Varin skot: Ugne Šemetulskyte 6, Uljana Švelne 2.

EM19-’25: Leikjadagskrá, riðlakeppni, úrslit og staðan

Handbolti.is fylgdist með viðureigninni í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -