- Auglýsing -

Góð tvö stig – erum sátt með sigurinn

- Auglýsing -


„Það sem stendur upp úr er að fyrsti sigur okkar á mótinu er í höfn þótt þetta hafi ekki verið okkar besti leikur. Góð tvö stig og við erum sátt með sigurinn,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar þjálfara u19 ára landsliðsins í handknattleik kvenna eftir fjögurra marka sigur á Litáen, 31:27, í annarri umferð Evrópumótsins í Podgorica í Svartfjallalandi fyrir hádegið.

Getum lagfært

„Við gerðum okkur sek um alltof mörg mistök, svo sem töpuðum boltum. Einnig var eitthvað um klaufalegar brottvísanir. Hvorttveggja verðum við og getum lagfært fyrir næsta leik gegn Svartfjallalandi á laugardaginn. Það verður úrslitaleikur um annað sæti riðilsins,“ sagði Ágúst Þór ennfremur.

Náðum fínum tökum

„Byrjunin var brösótt hjá okkur en eftir að við náðum að greiða aðeins úr vandanum þá náðum við góðum tökum á leiknum sem meðal annars færði okkur mest átta marka forskot í síðari hálfleik,“ sagði Ágúst Þór sem er þjálfari liðsins ásamt Árna Stefáni Guðjónssyni.

Frídagur á morgun

Eftir tvo leiki á tveimur dögum verður hlé á morgun frá leikjum en æft verður einu sinni í sal áður en viðureignin við Svartfellinga fer fram á laugardag. Hún hefst klukkan 15 að íslenskum tíma.

Verðum að vera í toppstandi

„Allir leikmenn liðsins hafa fengið tækifæri til þess að taka þátt í báðum leikjum til þessa sem er mjög jákvætt. Við notum það sem eftir er dagsins í dag og morgundaginn til þess að hlaða batteríin eins vel og við getum fyrir leikinn við Svartfellinga. Það verður erfiður leikur. Stemningin er mikil í kringum svartfellska liðið á heimavelli. Við verðum að vera í toppstandi þegar að þeim leik kemur,“ sagði Ágúst Þór Jóhannsson annar af þjálfurum 19 ára landsliðs kvenna.

Baráttusigur á Litáen – úrslitaleikur á laugardag

EM19-’25: Leikjadagskrá, riðlakeppni, úrslit og staðan

Yngri landslið – fréttasíða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -