Í fyrsta sinn um árabil verða 12 lið í Grill 66-deild karla á næstu leiktíð. Af þeim er helmingur þeirra „lið tvö“ frá félögum sem eiga lið í Olísdeild og tvö til viðbótar eru venslalið frá félögum úr sömu deild, HBH (Handknattleiksbandalag Heimaeyjar) og ÍH (Íþróttfélag Hafnarfjarðar). Síðarnefnda liðið hefur ekki verið með í deildarkeppni tveggja efstu deildanna um árabil.
Annar bragur
Á síðasta tímabili, 2024/2025, voru aðeins níu lið með í Grill 66-deildinni. Við fjölgun liðanna verður annar og betri bragur á deildarkeppninni. Leiknar verða 22 umferðir í stað 16. Fyrir vikið mun keppni hefjast fyrr en áður eða laugardaginn 6. september. Á síðasta tímabili var flautað hálfum mánuði síðar til leiks í Grill 66-deildinni.
Stefnt er á að leika sem flesta leiki á laugardögum. Frá þeirra stefnu eru nokkrar undantekningar samkvæmt drögum að leikjaniðurröðun sem birt hefur verið á vef HSÍ.
1. umferð – laugardaginn 6. september:
ÍH – Fram2.
Fjölnir -Selfoss2.
valur2 – Víkingur.
Haukar2 – Hvíti riddarinn*.
Grótta – Hörður.
HBH – HK2.
2. umferð – laugardaginn 13. september:
Valur2 – Haukar2.
HK2 – Grótta.
Víkingur – Fjölnir.
Selfoss2 – HBH.
Hörður – ÍH.
Hvíti riddarinn* – Fram2.
*Fréttin var uppfært eftir að ljóst var að Hvíti riddarinn ætti að eiga sæti í Grill 66-deild karla en ekki Stjarnan2.
Grill 66-deild karla og kvenna.
Grill 66-deildir – fréttasíða.