- Auglýsing -

Molakaffi: Karabatic, Mensah, Gaudin, Grgic, Martinović og fleiri

- Auglýsing -
  • Tíu ár eru liðin í dag síðan franska meistaraliðið PSG keypti Nikola Karabatic af Barcelona fyrir tvær milljónir evra, jafnvirði nærri 300 milljóna íslenskra kr. Enn í dag er það hæsta kaupverð á handknattleiksmanni.
  • Danski landsliðsmaðurinn Mads Mensah er þessa dagana orðaður við danska úrvalsdeildarliðið Skjern og hann fari þangað á næstu dögum. Mensah hefur í fimm ár verið samingsbundinn Flensburg. Samningur hans við þýska liðið rennur út eftir ár og ljóst hefur verið um skeið að hann verður ekki endurnýjaður. Frá þessu er greint á dönsku vefsíðunni Rygtebørs.
  • Ennfremur segir RygtebørsNoah Gaudin kveðji Skjern og bætist í leikmannahóp PSG í Frakklandi en töluverð uppstokkun hefur átt sér stað hjá PSG á síðustu vikum eftir að Daninn Stefan Madsen tók nýverið við þjálfun.
  • Hluti af fyrrgreindum sviftingum á leikmannamarkaðnum sé að Marko Grgic, markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar, gangi þegar í sumar til liðs við Flensburg, en ekki að ári liðnu eins og áður hefur náð samkomulag um.
  • Ivan Martinović verður leikmaður ungverska meistaraliðsins One Veszprém á næstu dögum. Handball-Planet segir að ungverska meistaraliðið hafi samið við Rehin-Neckar Löwen um að fá Króatann í skiptum fyrir Svíann Lukas Sandell auk skiptanna á markvörðunum Mike Jensen og Mikael Appelgren sem handbolti.is sagði frá fyrir helgina.
  • Til viðbótar við leikmannaskiptin greiðir One Veszprém þýska félaginu 400.000 evrur fyrir uppkaupum á samningum Appelgren og Martinović. Sú upphæð er jafnvirði um 60 milljóna króna.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -