Stórsigur 19 ára landsliðsins á Norður Makedóníu í dag færði liðinu fjórða og síðasta sætið sem í boði var fyrir liðin úr hópi neðri hluta Evrópumóti 19 ára kvenna í keppnina um sæti 9 til 16. Þar með á íslenska liðið möguleika á að ná 9. sæti Evrópumótsins, vinni það allar þjár viðureignir sínar sem eftir eru, á fimmtudag, föstudag og sunnudag. Íslenska landsliðið mætir serbneska landsliðinu á fimmtudaginn klukkan 10.
Sigurliðin í riðlunum þremur, Pólland, Rúmenía og Tyrkland komust áfram í keppnina um sæti 9 til 16 auk fjögurra liða, Serbía, Tékkland, Noregur og Svíþjóð, sem lakast stóðu að vígi í hópi þeirra sem enduðu í efri hópnum, eitt til tólf.
Sjá nánar lokastöðuna í milliriðlunum hér.
Holland og Sviss sem einnig enduðu í öðru sæti í milliriðlunum í neðri hópnum sitja eftir og verða að gera sér að góðu að leika um sæti 17 til 24. Markatala Hollands og Sviss var lakari en íslenska liðsins, þökk sé 22 marka sigrinum á Norður Makedóníu í dag.
Leikir um sæti 9 til 16 á fimmtudag:
Serbía – Ísland, kl. 10. (Bemax Arena)
Noregur – Rúmenía.
Tékkland – Tyrkland.
Svíþjóð – Pólland.
-tapliðin mætast á föstudag í krossspili um sæti 13 til 16.
-sigurliðin mætast á föstudag í krossspili um sæti 9 til 12.
Leikir um sæti 17-24 á fimmtudag:
Holland – Finnland.
Færeyjar – Litáen.
Sviss – Norður Makedónía.
Slóvenía – Portúgal.
-tapliðin mætast á föstudag í krossspili um sæti 21 til 24.
-sigurliðin mætast á föstudag í krossspili um sæti 17 til 20.
Átta liða úrslit á fimmtudag:
Frakkland – Austurríki.
Króatía – Spánn.
Danmörk – Ungverjaland.
Þýskaland – Svartfjallaland.
-sigurliðin leika til undanúrslita á föstudag.
-tapliðin leika í krossspili um sæti 5 til átta á föstudag.