- Auglýsing -

Tíu marka skellur gegn Noregi – 15. sætið á sunnudag

- Auglýsing -


Ísland leikur um 15. sætið á Evrópumótinu 19 ára landsliða kvenna í handknattleik á sunnudagsmorgun gegn Tyrklandi. Íslenska liðið tapaði með 10 marka mun fyrir Noregi í morgun í Podgorica, 34:24, eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik, 15:13. Botninn datt úr leik íslenska liðsins í síðari hálfleik.


Íslenska liðið byrjaði afar illa og þurftu þjálfararnir að taka tvö leikhlé á fyrstu 15 mínútunum, síðast í stöðunni 4:8. Þá hafði boltinn tapast hvað eftir annað og norska liðið skorað mörg mörk eftir hraðaupphlaup. Munurinn hefði í raun getað verið enn meiri. Síðari hluti fyrri hálfleiks var besti kafli íslenska liðsins. Það náði sér vel á strik með öguðum sóknarleik og góðum varnarleik. Metin voru jöfnuð, 13:13, skömmu fyrir hálfleik.

Ísland jafnaði metin með tveimur fyrstu mörkum síðari hálfleiks, 15:15, og allt stefndi í hörkuleik. Annað kom á daginn. Sóknarleikurinn gekk illa og norska liðið gekk á lagið og skoraði hvert markið á eftir öðru og komst níu mörkum yfir, 17:26. Þá kom góður kafli og fimm mörk í röð frá íslenska liðinu sem minnkað muninn í fjögur mörk, 22:26, 12 mínútum fyrir leikslok. Þá datt botninn úr leik íslenska liðsins á ný og það tapaði með tíu marka mun, 34:24.

Leah Isabell Langaard, markvörður Noregs, lék íslenska liðið grátt, varði 13 skot, 35%. Í fyrri hálfleik var hún með yfir 40% markvörslu. Frammistaða Langaard afsakar þó ekki frammistöðu íslenska liðsins.


Mörk Íslands: Arna Karítas Eiríksdóttir 5, Ásrún Inga Arnarsdóttir 5, Ásthildur Þórhallsdóttir 4, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 3, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 2, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 2, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir 1, Sara Lind Fróðadóttir 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 3, 15% – Ingunn María Brynjarsdóttir 2, 10,5%.

Mörk Noregs: Vilde Janbu Fresvik 8, Othilie Liodden Holte 7, Ingeborg Johanne Nyborg Tømmervåg, 5, Vilde Refsland 4, Maia Matre Hagenes 3, Maia Leinan 2, Milla Haugerstuen Breen 1, Sara Benedicte Fredheim Barbosa 1, Mathilde Aas Fjelddalen 1, Sofie Nilssen Ekerhovd 1, Vanessa Bråten Gullbrandse 1.
Varin skot: Leah Isabell Langaard 13/2, 35%.

EM19-’25: Úrslit í leikjum í krossspili og um sæti

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -