Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna, skipað leikmönnum 19 ára yngri, leikur gegn tyrkneska landsliðinu á morgun, sunnudag, um 15. sætið á Evrópumótinu í Svartfjallalandi. Flautað verður til leiks klukkan 10 í S.C. Moraca-keppnishöllinni í Potgorica.
Tyrkir steinlágu fyrir Svíum, 43:18, í gær í krossspili um sæti 13 til 16. Íslenska liðið tapaði fyrir norska landsliðinu í sama hluta keppninnni, 34:24. Svíþjóð og Noregi eigast við um 13. sætið.
Ísland hefur þegar tryggt sér farseðil á HM 20 ára landsliða sem fram fer frá 24. júní til 5. júlí á næsta ári. Alþjóða handknattleikssambandið hefur ekki ennþá tilkynnt hvar keppt verður, aðeins hvenær.
Úrslit leikja Tyrklands á EM til þessa:
Tyrkland – Svíþjóð 18:43 (8:20).
Tékkland – Tyrkland 41:23 (17:7).
Slóvenía – Tyrkland 25:26 (12:13).
Tyrkland – Portúgal 30:38 (16:20).
Holland – Tyrkland 25:29 (13:12).
Austurríki – Tyrkland 34:24 (16:12).
Tyrkland – Króatía 21:30 (10:16).
Þjóðverjar í úrslit
Þjóðverjar unnu Dani í undanúrslitum í gær, 37:31, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 20:17. Þetta var fyrsta tap Dana á mótinu. Þjóðverjar hafa unnu alla leiki sína að undanskildu einu jafntefli við Spánverja, 29:29, í fyrstu umferð riðlakeppni mótsins. Þýskaland og Spánn mætast í úrslitaleik EM á morgun. Spánn lagði Austurríki, 28:23, í hinni viðureign undanúrslita.
Sætisleikir EM 19 ára landsliða kvenna á morgun, sunnudag:
1. sætið: Spánn – Þýskaland.
3. sætið: Austurríki – Danmörk.
5. sæti: Frakkland – Svartfjallaland.
7. sæti: Króatía – Ungverjaland.
9. sæti: Rúmenía – Tékkland.
11. sæti: Serbía – Pólland.
13. sæti: Noregur – Svíþjóð.
15. sæti: Íslandi – Tyrkland.
17. sæti: Holland – Sviss.
19. sæti: Færeyjar – Slóvenía.
21. sæti: Finnland – Portúgal.
23. sæti: Litáen – Norður Makedónía.
-Allir leikirnir verða sendir út á ehftv.com gegn vægu endurgjaldi.
EM19-’25: Úrslit í leikjum í krossspili og um sæti