- Auglýsing -

Ísland kvaddi EM með stórsigri á Tyrkjum

- Auglýsing -


Íslenska landsliðið lauk keppni á Evrópumóti 19 ára landsliða kvenna í handknattleik í dag með stórsigri á Tyrkjum, 36:24, í viðureign um 15. sæti mótsins. Ísland var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15:12.


Í síðari hálfleik var um einstefnu að ræða af hálfu íslenska liðsins. Vörnin var frábær auk þess sem Ingunn María Brynjarsdóttir fór á kostum í markinu. Allt leiddi þetta til þess að tyrkneska liðið fékk ekki við neitt ráiðið, hvorki í vörn eða sókn. Íslenska liðið fékk aðeins fjögur mörk á sig á fyrstu 20 mínútum síðari hálfleiks.

Efri röð f.v.: Árni Stefán Guðjónsson þjálfari, Guðríður Guðjónsdóttir fararstjóri, Guðrún Hekla Traustadóttir, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir, Ásrún Inga Arnarsdóttir, Ágústa Rún Jónasdóttir, Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir, Hulda Hrönn Bragadóttir, Dr. Þorvaldur Skúli Pálsson, sjúkraþjálfari, Ágúst Þór Jóhannsson þjálfari, Jóhann Ingi Guðmundsson, markmannsþjálfari.
Neðri röð f.v.: Alexandra Ósk Viktorsdóttir, Dagmar Guðrún Pálsdóttir, Ásthildur Þórhallsdóttir, Sara Lind Fróðadóttir, Elísabet Millý Elíasardóttir, Ingunn María Brynjarsdóttir, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir, Arna Karítas Eiríksdóttir, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir, Þóra Hrafnkelsdóttir. Ljósmynd/HSÍ

Eins og áður segir lauk íslenska liðið keppni í 15. sæti af 24 þátttökuliðum. Meðal þeirra sem enda fyrir neðan Ísland eru Holland, Sviss og Slóvenía. Þá eru Noregur og Svíþjóð í næstu sætum fyrir ofan.

Þrír sigurleikir og fimm töp. Það sem mest er þó um vert er að sæti á HM 20 ára landsliða á næsta ári er í höfn sem lengir mikilvægt landsliðstímabil hjá leikmönnum.

Ingunn María markvörður var frábær í leiknum við Tyrki og var verðlaunuð með því að vera valin maður leiksins. Ljósmynd/JIG


Mörk Íslands: Ásthildur Þórhallsdóttir 7, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 7/1, Arna Karítas Eiríksdóttir 4/2, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 4, Ágústa Rún Jónasdóttir 4, Ásrún Inga Arnarsdóttir 4, Hulda Hrönn Bragadóttir 2, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 1, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 14/1, 45,1% – Elísabet Millý Elíasardóttir 2, 22,2%.

EM19-’25: Úrslit í leikjum í krossspili og um sæti

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -