Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur staðfest leikjadagskránna fyrir fyrstu átta umferðirnar í Meistaradeild kvenna. Allir leikir riðlakeppninnar munu fara fram á laugardögum og sunnudögum á keppnistímabilinu en fyrsta umferðin fer fram daganna 11. og 12. september.
Það er óhætt að segja að riðlakeppnin hefjist með látum með leik í B-riðli þegar að ríkjandi meistarar í Vipers munu ferðast til Ungverjalands til að etja kappi við Györ en leikurinn fer fram laugardaginn 11. september kl. 16.00.
Hér má sjá leikjaplanið í fyrstu umferð Meistaradeildarinnar:
Laugardagur 11. september
Dortmund – FTC | Kl. 14.00.
Rostov-Don – Brest | Kl. 14.00.
Podravka – Buducnost | Kl. 16.00.
Györ – Vipers | Kl. 16.00.
Sunnudagur 12. september
Esbjerg – CSM Búkaresti |Kl. 12.00.
Sävehof – Krim |Kl. 12.00.
Metz – CSKA | Kl. 14.00.
Kastamonu Belediyesi – Odense | Kl. 14.00.
Hægt er að nálgast leikjadagskrá fyrir átta fyrstu umferðunum vef EHF.