- Auglýsing -

Molakaffi: Haukur, Blær, Elvar, Ómar, Viktor, Jóhannes

- Auglýsing -
  • Haukur Þrastarson skoraði fjögur mörk í fyrsta æfingaleik Rhein-Neckar Löwen í gær þegar liðið vann smáliðið HG Oftersheim/Schwetzingen, 46:28, á æfingamóti. Haukur og félagar mæta Göppingen á æfingamótinu í dag en sem kunnugt er þá er Ýmir Örn Gíslason leikmaður Göppingen. Göppingen lagði Grosswallstadt, 37:27, í gær. 
  • Blær Hinriksson skoraði sex mörk og var markahæstur ásamt Adam Lönn og William Bogojevic þegar SCDHfK Leipzig vann 2. deildarliðið Dessau-Roßlauer HV 06, 37:28, í öðrum æfingaleik liðsins í gær. 
  • Elvar Örn Jónsson lék sinn fyrsta leik fyrir Evrópumeistara SC Magdeburg í gær þegar liðið mætti Elbflorenz í æfingaleik og vann örugglega, 40:24. Elvar Örn gekk til liðs við Magdeburg í sumar frá MT Melsungen. Ómar Ingi Magnússon sveitungi Elvars Arnar frá Selfossi tók einnig þátt í leiknum. Gísli Þorgeir Kristjánsson virðist, af myndum að dæma, hafa verið fjarri góðu gamni. 
  • Elvar Örn hefur leikið í treyju með 9 á bakinu um langt árabil, bæði með félagsliðum og landsliðnu. Vegna þess að nían er upptekin hjá Magdeburg leikur Elvar Örn með númerið 19 hjá Evrópumeisturunum. 
  • Hinn hálfíslenski Viktor Petersen Norberg tók þátt í leik með Elbflorenz í fyrsta sinn en hann samdi við félagið í vor eftir nærri eins tímabils veru hjá Wetzlar
  • Jóhannes Berg Andrason lék í fyrsta sinn með TTH Holstebro í gær þegar liðið vann TM Tønder, 27:25, á heimavelli, Gråkjær Arena, í æfingaleik. Jóhannes kom til félagsins í sumar frá FH. Arnór Atlason er þjálfari TTH Holstebro
  • Norðmaðurinn Nicolai Kristensen, annar markvarða KA á síðustu leiktíð, hefur gengið til liðs við gamalgróið Íslendingalið í Svíþjóð, Guif frá Eskilstuna. Margir Íslendingar hafa leikið með Guif í gegnum tíðina auk þess sem Kristján Andrésson fyrrverandi landsliðsmaður þjálfaði karlalið félagsins um árabil. 
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -