- Auglýsing -

Molakaffi: Orri, Bjarki, Elliði, Ómar, Gísli, Elvar, Donni, Blær og fleiri

- Auglýsing -
  • Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur með níu mörk þegar lið hans Sporting Lissabon lagði Dunkerque, 39:27, á æfingamóti í borginni Brest í Bretóníu í fyrrakvöld. Ekki hafa rekið á fjörur handbolta.is upplýsingar um hverjar voru lyktir viðureignar Sporting og franska liðsins Fenix Toulouse sem fram fór í gærkvöld.
  • Bjarki Már Elísson skoraði þrjú mörk þegar ungverska meistaraliðið One Veszprém HC vann Gummersbach með tveggja marka mun í hörkuleik á æfingamóti í Bosníu í gær, 27:25. One Veszprém stóð þar með uppi sem sigurvegari á mótinu.
  • Elliði Snær Viðarsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach í leiknum í gær. Teitur Örn Einarsson lék ekki með Gumersbach í gær. Hann fann fyrir eymslum í baki eftir tvo fyrstu leikina. Keppnishöllin í Doboj í Bosníu ef komin til ára sinna, keppnisgólfið er grjóthart og ekki upp marga fiskana. Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari Gummersbach
  • Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk, Gísli Þorgeir Kristjánsson fjögur og Elvar Örn Jónsson þrjú mörk þegar SC Magdeburg vann Eisenach, 34:21, á Wartburg-Cup æfingamótinu í Eisenach í gær. Magdeburg hefur unnið tvo fyrstu leiki sína í mótinu.
  • Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar hans í danska úrvalsdeildarliðinu Skanderborg AGF töpuðu naumlega fyrir Lemgo, 30:28, á fyrrgreindu Wartburg-Cup-móti í gær. Skanderborg mætir Magdeburg í dag í lokaumferð mótsins. Hvergi fundust upplýsingar um það hvort Donni skoraði mark í leiknum. Upp úr klukkan sjö í mörgun þagði heimasíða danska liðsins þunni hljóði um leikinn.
  • Blær Hinriksson skoraði tvö mörk þegar Leipzig tapaði fyrir pólska meistaraliðinu Wisla Plock á æfingamóti á föstudaginn, 30:27. Blær og félagar unnu TTH Holstebro í gær, 28:23. Upplýsingar um markaskorara lágu ekki á lausu í morgunsárið. Arnór Atlason er þjálfari TTH Holstebro og Jóhannes Berg Andrason gekk til liðs við félagið í sumar. 
  • Viktor Petersen Norberg skoraði tvö mörk og gaf fimm stoðsendingar í sigurleik Elbflorenz frá Dresden á HC Oppenweiler/Backnang, 30:25, í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í gær. Tjörvi Týr Gíslason var ekki í leikmannahópi HC Oppenweiler/Backnang.
  • Arnór Þór Gunnarsson stýrði liði sínu, Bergischer HC til sigurs á TSG A-H Bielefeld, 38:24, á útivelli í þýsku bikarkeppninni í handknattleik í gær.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -