Barna- og unglingaráð handknattleiksdeildar HK hefur ráðið Ólaf Víði Ólafsson í starf yfirþjálfara handknattleiksdeildarinnar til eins árs.
Ólafur Víðir gjörþekkir félagið, segir í tilkynningu frá HK. Hefur auk þess yfir að ráða reynslu, metnað og ástríðu fyrir handboltanum og er þar af leiðandi tilbúinn að stíga inn í lykilhlutverk og leiða þróun handboltans hjá HK.
Ólafur Víðir tekur til starfa strax og sinnir starfinu samhliða því að vera mótastjóri HSÍ.
Hilmar Guðlaugsson sem áður var yfirþjálfari yngri flokka HK lét af störfum fyrr á árinu og sneri sér alfarið að þjálfun meistaraflokksliðs kvenna hjá HK.
- Auglýsing -