- Auglýsing -
Færeyska handknattleikskonan Ingibjørg Olsen hefur gengið til liðs við ÍBV. Ingibjørg lék síðasta með VÍF Vestmanna í heimalandi sínum. Hún verður 21 árs í næsta mánuði leikur í vinstra horni ásamt því að geta spilað fyrir utan.
„Ingibjørg er fljótur og kvikur leikmaður sem hefur komið vel inn í hópinn hjá kvennaliðinu,“ segir í tilkynningu frá ÍBV.
Ingibjørg er unnusta stórskyttunnar Dánjals Ragnarssonar sem samdi við ÍBV fyrr á árinu.
Ingibjørg hefur þegar fengið leikheimild hjá HSÍ og stendur þar með Sigurði Bragasyni þjálfara ÍBV til boða í næsta leik ÍBV-liðsins sýnist honum svo. ÍBV sækir Gróttu heim í 16-liða úrslitum Coca Cola-bikarsins í Hertzhöllina á Seltjarnarnesi annað kvöld klukkan 18.
- Auglýsing -