- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Handboltinn okkar: Spáð í kvennadeildirnar – reknir og ráðnir hjá Herði

- Auglýsing -

5.þáttur – Olísdeild kvenna og Grill66-deild kvenna


Hlaðvarpsþátturinn Handboltinn okkar sendi frá sér nýjan þátt í dag. Að þessu sinni voru Gestur, Jói Lange og Kristinn umsjónarmenn þáttarins. Þeir fóru yfir það sem er framundan í kvennahandboltanum í vetur.

Í upphafi sögðu þeir frá fréttum sem bárust að vestan í dag þegar að Harðarmenn ákváðu að rifta samningi sínum við Raivis Gorbounovs en leikmaðurinn gerðist sekur um agabrot á dögunum. Raivis sem var markahæsti leikmaður Harðar á síðustu leiktíð mun færa sig um set yfir til Noregs og leika með liði Bergsoy sem Lárus Gunnarsson þjálfar. Jafnframt hafa Harðarmenn samið við króatíska skyttu sem er 195cm á hæð.


Þá opinberuðu þeir spá þáttarins fyrir Olísdeild kvenna sem og Grill66 deild kvenna en þeir fengu aðstoð frá Hrafnhildi Ósk Skúladóttur, Brynjari Valsteinssyni, Daníel Berg Grétarssyni, Brynju Magnúsdóttur og Ívari Benediktssyni.


Þeir fóru yfir það hverjir eru lykilmenn liðanna í Olísdeild kvenna að mati þáttarins auk þess að velja besta liðið skipað af leikmönnum í Olísdeildinni.
Að lokum var spáð í spilin fyrir leikina sem eru framundan í Coca-cola bikar kvenna í vikunni.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -