- Auglýsing -

Víkingar fara vel af stað – lögðu FH í Safamýri

- Auglýsing -


Víkingur var sterkari en FH á endasprettinum í viðureign liðanna í Safamýri í kvöld þegar flautað var til leiks í Grill 66-deild kvenna í handknattleik. FH-ingar voru marki yfir, 16:15, 11 mínútum fyrir leikslok en skoruðu aðeins eitt mark á þeim mínútum sem eftir voru. Leikmenn Víkings létu tækifæri sér ekki úr greipum gangi. Þeir sneru við taflinu og unnu sannfærandi sigur, 20:17, eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 11:9.


Víkingsliðið var öflugra í fyrri hálfleik en fljótlega í síðari hálfleik bitu FH-ingar frá sér. Nýr markvörður liðsins, Szonja Szöke, varði vel. Það nægði ekki þegar sóknarleikurinn skilaði ekki sínu hlutverki til fulls.

Hildur Guðjónsdóttir sem kom til Víkings í sumar frá FH var öflug í sóknarleik Víkings og skoraði sjö mörk.

Mörk Víkings: Hildur Guðjónsdóttir 7, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 3, Hafdís Shizuka Iura 3, Valgerður Elín Snorradóttir 3, Sara Björg Davíðsdóttir 2, Auður Brynja Sölvadóttir 1, Mattý Rós Birgisdóttir 1.
Varin skot: Þyri Erla L. Sigurðardóttir 9.

Mörk FH: Thelma Dögg Einarsdóttir 5, Fanney Þóra Þórsdóttir 3, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 3, Eva Gísladóttir 2, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 2, Elísa Björt Ágústsdóttir 1, Telma Medos 1.
Varin skot: Szonja Szöke 15.

Tölfræði HBStatz.

Leikjadagskrá Grill 66-deilda.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -