Tíu af 12 viðureignum í forkeppni Evrópudeildar karla í handknattleik lauk í dag. Tveir síðustu leikirnir fara fram á morgun. Að þeim loknum liggur endanlega riðlaskiptingin fyrir í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar sem hefst í október.
Nokkrir Íslendingar voru í eldlínunni í leikjunum í dag auk leikmanna Stjörnunnar sem því miður féllu úr leik eftir vítakeppni.
Liðin sem komst áfram er dökkletruð. Samanlögð úrslit eru innan sviga.
IK Sävehof – Malmö 38:36 (71:60).
-Birgir Steinn Jónsson var markahæstur hjá Sävehof með 8 mörk.
-Reynir Stefánsson var eftirlitsmaður EHF.
ABC Braga – CD Bidasoa Irun 24:30 (50:65).
HC Kriens – Gorenje 32:25 (59:50).
HF Karlskrona – Chrobry Glogow 37:35 (70:65).
-Arnór Viðarsson skoraði ekki mark fyrir Karlskrona.
Karvina – Partizan 26:30 (53:61).
-Karvina tekur sæti í Evrópubikarkeppninni.
Sesvete – Dugo Selo 35:24 (64:56).
Alkaloid – H.Burgdorf 28:29 (55:66).
-Úlfar Páll Monsi Þórðarson var markahæstur hjá Alkaloid með átta mörk.
-Heiðmar Felixson er aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf.
Torrelavega – Elverum 28:29 (56:67).
-Tryggvi Þórisson skoraði ekki mark fyrir Elverum. Honum var þrivar sinnum vikið af leikvelli.
St Raphaël – Mors Thy 35:32 (80:64).
Stjarnan – Minaur Baia Mare 26:27 (52:53).
-Eftir vítakeppni.
Tveir síðustu leikirnir á morgun:
Bern – RK Medjimurje (31:28).
Maritimo – Skanderborg (Donni) (25:38).
-innan sviga eru úrslitin í fyrri viðureignunum.