- Auglýsing -

Axel ráðinn þjálfari 20 ára landsliðs Noregs

- Auglýsing -


Axel Stefánsson fyrrverandi landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik hefur verið ráðinn annar þjálfara 20 ára landsliðs Noregs (LK06 – Juniorjentene) í kvennaflokki ásamt Ane Mällberg. Framundan er undirbúningur og síðan þátttaka á heimsmeistaramóti 20 ára landsliða á næsta sumri. Axel er ráðinn til tveggja ára.


Axel hefur búið í Noregi um árabil og unnið við þjálfun og ýmsu tengdu handbolta ásamt því að vera landsliðsþjálfari Íslands frá 2015 til 2018. Síðast var Axel aðstoðarþjálfari hjá Noregsmeisturum kvenna, Storhamar frá 2021 til 2024 auk þess að koma að nýju inn í þjálfun liðsins á síðari hluta síðasta tímabils. Hann hefur einnig þjálfað félagslið karla og kvenna í Noregi og einnig hér á landi, m.a. Þór Akureyri.

Axel þekkir vel til innan norska handknattleikssambandsins. Hann hefur áður þjálfað yngri landslið Noregs og var þjálfari B-landsliðs kvenna (rekruttjentene) í Noregi á síðasta áratug.

Nye trenerteam klare for yngrelandslagene

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -