-Auglýsing-

Molakaffi: Elvar, Gísli, Ómar, Viktor, Bjarki, Kodrin, Andersson

- Auglýsing -
  • Heimsmeistararmót félagsliða í karlaflokki hófst í Kaíró í Egyptalandi í gær þegar veikari lið mótsins mættust. Í dag mæta sterkari liðin til leiks, þ.e. þau evrópsku.
  • Evrópumeistarar SC Magdeburg með landsliðsmennina Elvar Örn Jónsson, Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ómar Inga Magnússon innanborðs mætir bandaríska liðinu California Eagles kl. 12.30.
    Hlekkur á leikinn: https://www.youtube.com/watch?v=zx9Qnt14ZsE
  • Loks leikur ungverska meistaraliðið, One Veszprém, með Bjarka Má Elísson landsliðsmann innan sinna raða, ástralska liðinu Sydney University kl. 17.
    Hlekkur á leikinn: https://www.youtube.com/watch?v=zo14qe97Z20
  • One Veszprém vann heimsmeistaramót félagsliða fyrir ári eftir framlengdan úrslitaleik við Magdeburg.
  • Heimsmeistaramótið fer fram í riðlum í upphafi áður en útsláttarkeppni hefst eftir helgina. 
  • Slóveninn Tilen Kodrin hefur framlengt dvöl sína undir handleiðslu Guðjóns Vals Sigurðssonar hjá Gummersbach til ársins 2028. Kodrin kom til Gummersbach sumarið 2022 þegar liðið stóð frammi fyrir þeim veruleika að vera nýliði í þýsku 1. deildinni. Hann hefur síðan fest sig í sessi hjá Gummersbach og er nú einn traustasti liðsmaðurinn. Gummersbach hefur farið afar vel af stað í deildinni í haust og unnið sér inn 10 stig af 12 mögulegum.
  • Lasse Andersson gengur til liðs við danska úrvalsdeildarliðið HØJ næsta sumar þótt samningur hans við Füchse Berlin eigi ekki að renna út fyrr en árið eftir. Andersson mun hafa nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við Berlínarliðið.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -