-Auglýsing-

Molakaffi: Mogensen og Olsen, Haaß, fjárfesta leitað

- Auglýsing -
  • Claus Leth Mogensen og Simon Olsen þjálfarar færeyska kvennalandsliðsins í handknattleik sem hingað kemur um miðjan mánuð hafa skrifað undir nýjan samning við færeyska handknattleikssambandið um að halda samstarfi sínu áfram um þjálfun kvennalandsliðsins.
  • Nýi samningurinn er til næstu tveggja ára, fram til ársloka 2027. Mogensen og Olsen tóku við þjálfun landsliðsins fyrir tveimur árum og hafa gert það gott. Færeyska landsliðið tók í fyrsta sinn þátt í lokakeppni EM á síðata ári og þreytir frumraun sína á HM undir lok þessa árs. 

Miðasala á landsleik Íslands og Færeyja.

  • Michael Haaß fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands og einn leikmanna sigurliðsins á HM 2007, hefur tekið við þjálfun Eulen Ludwigshafen í næst efstu deild þýska handknattleiksins. Haaß tekur við á mánudaginn og kemur í stað Johannes Wohlrab sem var gert að taka pokann sinn á dögunum.
  • Haaß hefur áður starfað hjá HC Erlangen, TuS N-Lübbecke og verið þjálfari 19 ára landsliðs karla.
  • Þýska handknattleiksliðið Gummersbach leitar nýrra fjárfesta til þess að eiga þess kost að stíga fleiri framfaraskref á næstu árum. Lið félagsins er í þriðja sæti þýsku 1. deildarinnar um þessar mundir en afar vel hefur gengið utan vallar sem innan síðustu ár. Aðsókn á leiki hefur verið mikil. Færri komast að en vilja á heimaleikina. Uppselt er á alla heimaleiki í deildinni á þessari leiktíð. Sama var upp á teningnum á síðasta keppnistímabili.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -