-Auglýsing-

Kvöldkaffi: Monsi, Heiðmar, Bjarki, Óðinn, Birgir, Einar, Grétar, Dagur

- Auglýsing -
  • Úlfar Páll Monsi Þórðarson skoraði tvö mörk í fimm skotum og gaf tvær stoðsendingar í sigurleik RK Alkaloid á Butal Skopje á heimavelli í dag, 32:25, í úrvalsdeildinni í Norður Makedóníu. RK Alkaloid er í efsta sæti deildarinnar með 12 stig eftir sjö leiki. Vardar er einnig með 12 stig en á leik til góða á Monsa og félaga.
  • Heiðmar Felixson var við stjórntaumana hjá HannoverBurgdorf í dag þegar liðið vann Eisenach, 32:30, í þýsku 1. deildinni í handknattleik á heimavelli. Christian Prokop þjálfari Hannover-Burgdorf gat ekki stýrt liðinu vegna veikinda og þá lá ljóst fyrir að aðstoðarþjálfarinn stæði í stafni í leiknum í dag.
  • Marius Steinhauser skoraði 13 mörk og var markahæstur leikmanna Hannover-Burgorf sem lyftist upp í 11. sæti með sigrinum.
  • Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk í öruggum sigri ungversku meistaranna, One Veszprém, á Braun Gyöngyös, 36:28, á heimavelli í ungversku úrvalsdeildinni í dag. One Veszprém hefur unnið fimm fyrstu viðureignir sína í deildinni og er í öðru sæti, stigi á eftir Pick Szeged sem leikið hefur sjö leiki. 
  • Ekkert fær stöðvað Kadetten Schaffhausen í svissnesku A-deildinni í handknattleik karla. Liðið vann RTV 1879 Basel, 35:29, í tíunda sigurleiknum í deildinni. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði fimm mörk, þrjú úr vítaköstum. Hann er leikmaður Kadetten Schaffhausen. 
  • Ekki var Birgir Steinn Jónsson á meðal þeirra sem skoruðu fyrir IK Sävehof í gær þegar liðið lagði IFK Kristianstad, 34:30, í Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Birgir Steinn átti fjögur markskot sem skiluðu sér ekki í marknetið.
  • Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði fimm mörk fyrir IFK Kristianstad í átta skotum og var næst markahæstur. IFK Kristianstad féll úr efsta sæti við tapið og niður í annað sæti. IK Sävehof færðist upp í fjórða sæti með átta stig eftir átta leiki.
  • Grétar Ari Guðjónsson og liðsfélagar í AEK Aþenu unnu stórsigur á Diomedes Argous, 43:21, í fjórða leik liðsins í grísku 1. deildinni í handknattleik í dag. AEK hefur unnið fjórar fyrstu viðureignir sínar til þessa í deildinni. Olympiakos er einnig taplaust en hefur lokið fimm leikjum. 
  • Áfram gengur illa hjá Vinslövs HK sem Dagur Sverrir Kristjánsson leikur með í næst efstu deild sænska handboltanum. Í dag tapaði Vinslövs á heimavelli fyrir Redbergslid IK, 32:24. Eggert Sverrir skoraði fjögur mörk fyrir Vinslövs HK en liðið rekur lestina án stiga eftir fjórar umferðir.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -