- Auglýsing -
- Auglýsing -

Óvissa um meiðsli Stropus

Karolis Stropus stöðvar einn leikmanna Koprivnice í Evrópuleiknum á laugardaginn. Mynd/Poto-Pilka Ivan Pilát
- Auglýsing -

Karolis Stropus lék ekkert með Selfossliðinu í síðari leiknum við tékkneska liðið Koprivnice ytra í gær eftir að hafa meiðst undir lokin á fyrri viðureigninni daginn áður.


„Við vitum ekki hvort meiðsli hans eru alvarleg. Það virðist eitthvað hafa rifnað upp í sin við annan hælinn. Ég vildi ekki tefla á tvær hættur með hann í síðari leiknum. Staðan skýrist þegar við komum heim og Stropus fer í skoðun hversu slæmt þetta er og hvort hann verður frá keppni um lengri eða skemmri tíma,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari karlaliðs Selfoss í samtali við handbolta.is í gærkvöld.

Stropus fór á kostum í miðri 6/0 vörn Selfoss-liðsins í fyrri viðureigninni við Koprivnice á laugardaginn.


Sjúkralisti liðsins er þegar nokkuð langur en á honum eru m.a. Tryggvi Þórisson, Guðmundur Hólmar Helgason, Sveinn Aron Sveinsson, Magnús Öder Einarsson, Sverrir Pálsson, Daníel Karl Gunnarsson, Hannes Höskuldsson og Árni Steinn Steinþórsson.


Selfossliðið kemur heim síðla í dag eftir sigurför til Tékklands þar sem það sló út Koprivnice samanlagt með sex marka mun, 59:53, í tveimur leikjum í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar. Selfoss mætir RK Jeruzalem Ormos frá Slóveníu í annarri umferð keppninnar eftir miðjan næsta mánuð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -