Keppni hefst á nýjan leik í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag eftir nokkurt hlé vegna landsleikja. Farið verður af stað af krafti. Fjórir leikir eru á dagskrá og hefst sá fyrsti klukkan 14 þegar efstu lið deildarinnar, Valur og ÍBV mætast í N1-höllinni á Hlíðarenda. Síðan rekur hver leikurinn annan á hálftíma fresti fram til klukkan 15.30.
Áttundu umferð Olísdeildar karla lýkur í dag með tveimur leikjum. Hlé verður gert að umferðinni lokinni vegna alþjóðlegrar landsleikjaviku. Einnig fara fram tveir leikir í Grill 66-deild karla í dag.
Leikir dagsins
Olísdeild kvenna, 7. umferð:
N1-höllin: Valur – ÍBV, kl. 14.
Skógarsel: ÍR – Selfoss, kl. 14.30.
Ásvellir: Haukar – Stjarnan, kl. 15.
Lambhagahöllin: Fram – KA/Þór, kl. 15.30.
Staðan og næstu leikir í Olísdeildum
Olísdeild karla, 8. umferð:
Kórinn: HK – Fram, kl. 14.30.
Vestmannaeyjar: ÍBV – KA, kl. 15.
Grill 66-deild karla, 9. umferð:
Sethöllin: Selfoss 2 – Víkingur, kl. 14.
Hertzhöllin: Grótta – Hvíti riddarinn, kl. 16.30.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum
- Leikir dagsins verða sendir út á Handboltapassanum.
- Til viðbótar verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslur frá leikjunum eins og öðrum á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslum HBStatz á forsíðu handbolti.is.





