- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Viktor byrjaði vel með Fram – ÍBV batt enda á sigurgöngu KA-manna

- Auglýsing -

ÍBV batt enda á fjögurra leikja sigurgöngu KA-manna í Olísdeild karla í handknattleik í Vestmannaeyjum í dag, 36:34. Um leið færðist liðið upp að hlið Vals og KA með 10 stig þegar átta umferðum er lokið.

Framarar gerðu það gott í dag. Þeir lögðu HK, 40:29, í Kórnum. HK hafði unnið þrjá leiki í röð þegar þeir fengu Framara í heimsókn. Kópavogsliðið átti aldrei von að þessu sinni.


Framarar léku við hvern sinn fingur gegn döprum varnarleik HK. Varnarleik HK hefur nokkuð verið hampað í síðustu leikjum.
Viktor Sigurðsson lék sinn fyrsta leik fyrir Fram í dag. Hann fór á kostum eftir að hafa skipt rauðu treyjunni út fyrir þá bláu.
Viktor skoraði níu mörk og átti níu sköpuð færi. Ef að líkum lætur er hann happafengur fyrir Framara sem eru með marga öfluga leikmenn á sjúkralistanum um þessa mundir.

Frændi Viktors, Rúnar Kárason, virtist kunna því vel að leika við hlið frænda og skoraði átta mörk.

Breki Hrafn Árnason varði einnig vel í marki Fram eftir að hann mætti til leiks þegar á leikinn var nokkuð liðið.

Ágúst Guðmundsson var bestur hjá HK með níu mörk.

Þrír skoruðu samtals 38 mörk

Ungu mennirnir Andri Erlingsson og Elís Þór Aðalsteinsson fóru mikinn í sóknarleik ÍBV í sigurleiknum á KA. Þeir skoruðu 11 mörk hvor. Andri missti aðeins marks í einu skoti. Hann gaf fimm stoðsendingar en Elís sjö.

Bjarni Ófeigur Valdimarsson, KA, skoraði 16 mörk í Eyjum. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson, Akureyri.net

Bjarni Ófeigur Valdimarsson var maður leiksins. Hann átti enn einn stórleikinn fyrir KA og skoraði 16 mörk. Enginn hefur skorað oftar í leik í Olísdeildini á leiktíðinni. Elís Þór skoraði 15 mörk fyrir viku í sigri ÍBV á Aftureldingu. Bjarni Ófeigur, sem er markahæsti leikmaður Olísdeildarinnar, var einnig með átta sköpuð færi.

Eftir jafna stöðu í hálfleik í Eyjum tóku leikmenn ÍBV völdin framan af síðari hálfleik. KA-menn náðu góðum endaspretti og tókst að minnka muninn í eitt mark. Nær komust þeir ekki.

Hlé verður nú gert á keppni í Olísdeild karla fram til 6. nóvember vegna landsleikja.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum

ÍBV – KA 36:34 (18:17).

Mörk ÍBV: Andri Erlingsson 11, Elís Þór Aðalsteinsson 11/7, Sveinn José Rivera 4, Kristófer Ísak Bárðarson 4, Jakob Ingi Stefánsson 4, Gabríel Martinez Róbertsson 1, Sigtryggur Daði Rúnarsson 1.
Varin skot: Morgan Goði Garner 5, 15,2%.

Mörk KA: Bjarni Ófeigur Valdimarsson 16/8, Giorgi Arvelodi Dikhaminjia 5, Morten Linder 4, Logi Gautason 3, Arnór Ísak Haddsson 3, Magnús Dagur Jónatansson 2, Jens Bragi Bergþórsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 7/2, 19,4% – Guðmundur Helgi Imsland 2, 22,2%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

HK – Fram 29:40 (12:21).

Mörk HK: Ágúst Guðmundsson 9, Örn Alexandersson 7, Sigurður Jefferson Guarino 5, Andri Þór Helgason 2, Leó Snær Pétursson 2, Haukur Ingi Hauksson 2, Hjörtur Ingi Halldórsson 1,m Tómas Sigurðarson 1.
Varin skot: Róbert Örn Karlsson 5, 14,7% – Rökkvi Pacheco Steinunnarson 15,4%.

Mörk Fram: Viktor Sigurðsson 9, Rúnar Kárason 8, Kjartan Þór Júlíusson 4, Eiður Rafn Valsson 4, Ívar Logi Styrmisson 3/2, Dagur Fannar Möller 3, Erlendur Guðmundsson 3, Arnþór Sævarsson 2, Arnar Snær Magnússon 1, Arnór Máni Daðason 1, Tindur Ingólfsson 1, Sigurður Bjarki Jónsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 12, 37,5% – Arnór Máni Daðason 2, 18,2%.

Tölfræði leiksins.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -