- Auglýsing -
Benedikt Emil Aðalsteinsson skoraði sjö mörk fyrir KÍF frá Kollafirði í þriggja marka tapi liðsins fyrir Kyndli, 32:29, í 5. umferð færeysku úrvalsdeildarinnar í handknattleik í gær.
Benedikt Emil gekk til liðs við KÍF á dögunum frá Víkingi í Reykjavík. Eftir því sem næst verður komist var þetta annar leikur hans fyrir félagið. Sá fyrsti mun hafa verið bikarleikur við StÍF á fimmtudagskvöld en þá skoraði Benedikt Emil ekki mark.
Viktor Lekve er þjálfari KÍF-liðsins sem er í fimmta sæti af sjö liðum. Viktor tók við þjálfun KÍF í sumar. Næsti leikur KÍF verður við VÍF í Vestmanna sunnudaginn 2. nóvember.
- Auglýsing -




