- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Dagskráin: Nóvember hefst með þremur leikjum og vináttulandsleik

- Auglýsing -

Nóvembermánuður hefst með sjöundu umferð Olísdeildar kvenna í handknattleik. Þrjár viðureignir verða á dagskrá og hefjast þær frá klukkan 14 til 15.30. Einnig leikur U20 ára landslið karla öðru sinni við grænlenska landsliðið í dag í íþróttahúsinu í Safamýri klukkan 13.30. Grænlenska landsliðið hefur verið við æfingar hér á landi síðustu daga.

Efsta lið Olísdeildar kvenna, Valur, tekur á móti Selfossi á Hlíðarenda klukkan 14.30. Hálftíma fyrr hefst viðureign ÍR og Hauka í Skógarseli.

Nýliðar KA/Þórs mæta í Hekluhöllina í Garðabæ og mæta þar neðsta liði deildarinnar, Stjörnunni. Eftir því sem næst verður komist mun Hanna Guðrún Stefánsdóttir stýra Stjörnuliðinu í dag, en Patreki Jóhannessyni þjálfara var sagt upp á fimmtudaginn. Hanna Guðrún hefur þjálfað liðið með Patreki.

Til stóð að Fram og ÍBV mættust í Lambhagahöllinni klukkan 15. Leiknum var frestað í morgun vegna breytingar á ferðaáætlun Herjólfs. Liðin mætast klukkan 18.30 á morgun, sunnudag.

Leikir dagsins

Olísdeild kvenna, 7. umferð:
Skógarsel: ÍR – Haukar, kl.14.
N1-höllin: Valur – Selfoss, kl. 14.30.
Hekluhöllin: Stjarnan – KA/Þór, kl. 15.30.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

Vináttulandsleikur í karlaflokki:
Safamýri: Ísland U20 – Grænland, kl. 13.30.
-Aðgangur er ókeypis.

  • Leikir dagsins verða sendir út á Handboltapassanum
  • Til viðbótar verður HBStatz með stöðu- og textauppfærslur frá leikjunum eins og öðrum á leiktíðinni. Hægt verður að fylgjast með stöðuuppfærslum HBStatz á forsíðu handbolti.is.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -