- Auglýsing -
- Auglýsing -
-Auglýsing-

Sjö íslensk mörk í sjöunda sigurleiknum

- Auglýsing -

Íslendingaliðið Blomberg-Lippe heldur áfram sigurgöngu sinni í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Liðið vann Göppingen á útivelli í kvöld, 33:23, eftir að hafa aðeins verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik. Þetta var sjöundi sigur Blomberg-Lippe. Áfram er liðið efst í deildinni, tveimur stigum á undan HSG Bensheim/Auerbach.


Eftir slakan fyrri hálfleik þá lék Blomberg-Lippe mun betur í síðari hálfleik, jafnt í vörn sem sókn svo úr varð afar öruggur sigur.

Díana Dögg Magnúsdóttir var markahæst íslensku leikmannanna í leiknum. Hún skoraði 4 mörk, átti 3 stoðsendingar, var með 2 sköpuð færi, stal boltanum einu sinni, náði 1 frákasti, var einu sinni vikið af leikvelli en vann það upp með því að vinna andstæðing einu sinni af leikvelli.

Andrea Jacobsen skoraði 2 mörk, gaf 3 stoðsendingar, var með 2 sköpuð færi, fiska 1 vítakast, fiskaði einn andstæðing af leikvelli og varði 3 skot í vörninni.

Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði 1 mark, gaf 3 stoðsendingar og var með 1 skapað færi.

Bikar á miðvikudag og Valur eftir viku

Þetta var síðasti leikur Blomberg-Lippe í deildinni áður en hlé verður gert á keppni í deildinni um miðjan mánuðinn vegna undirbúings og þátttöku margra leikmanna á heimsmeistaramótinu.

Á miðvikudaginn telur Blomberg-Lippe á móti SV Union Halle-Neustadt í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar. Eftir viku leikur Blomberg-Lippe við Val á heimavelli í síðari umferð forkeppni Evrópudeildarinnar og viku síðar hér á landi.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -