- Auglýsing -
- Svíþjóðarmeistarar Skara HF komust í undanúrslit bikarkeppninnar í kvennaflokki í gær með sigri á IK Sävehof, 33:28, á heimavelli í síðari viðureign liðanna. Fyrri leiknum lauk með jafntefli, 32:32.
- Hvorki Aldís Ásta Heimisdóttir né Lena Margrét Valdimarsdóttir skoruðu mörk fyrir Skara HF í leiknum.
- Elín Klara Þorkelsdóttir var markahæst hja IK Sävehof með sjö mörk.
- Auk Skara HF komust Boden og H 65 Höör áfram í undanúrslit í gær. Berta Rut Harðardóttir og liðsmenn Kristianstad HK öðluðstu sæti í undanúrslitum á laugardaginn, eins og handbolti.is hefur áður sagt frá.
- Birta Rún Grétarsdóttir skoraði fimm mörk í níu marka sigri Fjellhammer á Haslum, 34:25, á heimavelli í gær í norsku úrvalsdeildinni. Birtu Rún var einnig einu sinni vikið af leikvelli í tvær mínútur.
- Sigur Fjellhammer í gær er sá fyrsti hjá liðinu í deildinni, áður hafði liðið gert tvö jafntefli og tapað fjórum leikjum.
- Fjellhammer færðist upp í 12. sæti af 14 liðum með sigrinum í gær. Romerike Ravens og Haslum eru í tveimur neðstu sætunum.
- Dana Björg Guðmundsdóttir skoraði fjögur mörk í jafntefli Volda við Åsane, 23:23, í næst efstu deild norska handknattleiksins í gær. Leikið var í Volda.
- Volda er í fjórða sæti með 10 stig eftir sjö leiki. Aker er efst með 14 stig.
- Stöðuna í mörgum deildum evrópsks handknattleiks er að finna hér.
Vinsælt lesefni:
- Auglýsing -




