- Auglýsing -
- Auglýsing -

Þriðji sigurinn í höfn

Þótt leikmenn BSV Sachsen Zwickau hafi ekki leikið sinn besta leik gegn Wuppertal í dag voru þeir þó ánægðir í leikslok. Díana Dögg er önnur f.v. í aftari röð. Mynd/FB-síða BSV Sachsen Zwickau
- Auglýsing -

„Það er alltaf gott að sigra þrátt fyrir að spilamennska okkar hafi alls ekki verið frábær,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir þegar handbolti.is heyrði stuttlega í henni eftir að lið hennar BSV Sachsen Zwickau vann Wuppertal, 27:24, á útivelli í þýsku 2. deildinni í handknattleik í dag.

BSV Sachsen Zwickau er því áfram taplaust í deildinni eftir þrjár umferðir ásamt fjórum öðrum liðum. Wuppertal rekur lestina ásamt fleiri liðum án stiga.

Díana Dögg skoraði eitt mark í dag, síðasta mark fyrri hálfleiks en að honum loknum var staðan, 16:14, BSV Sachsen Zwickau í hag.

„Þetta er lið sem mér finnst við eiga að geta keyrt yfir. En í stað þess að spila okkar leik fórum við svolítið niður á þeirra plan og létum dómarana eitthvað fara í taugarnar á okkur,“ sagði Díana Dögg ennfremur.

Næsti leikur Díönu Daggar og samherja verður við Werder Bremen í Zwickau á laugardaginn.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -